Sá er heppinn sem lært hefur að þekkja reyrgresi og veit um stað þar sem það vex og þá oft í stórum breiðum. Þrátt fyrir nafnið ilmar reyrgresið sterkar en hinn eiginlegi ilmreyr. Lyktin kemur fyrst fram við þurrkun. Besta ráðið til að þekkja grösin að er að merkja hvar þau finnast, taka myndir eða teikna og skrifa í vasabókina sína. Síðan er hægt að fara ár eftir ár, safna í visk og leggja í uppáhaldsskúffuna sína og taka svo fram ilmandi föt allan veturinn eins og langaömmur okkar gerðu.

Birt:
19. apríl 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir, Hörður Kristinsson „Ilmreyr og reyrgresi“, Náttúran.is: 19. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/16/ilmreyr-og-reyrgras/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. maí 2007
breytt: 21. maí 2014

Skilaboð: