Lífsklukkurnar komnar á Náttúrumarkað
Þrjár tegundir af „Lífsklukkum“ frá Lumie eru nú komnar á Náttúrumarkaðinn hér á vefnum.
Þær eru; Útvarps-Lífsklukkan, Gæða-Lífsklukkan og Barna-Lífsklukkan.
Læknisfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á að notkun á Lífsklukkunnu (eftirlíking af sólarupprás) bætir skap, dugnað, framtakssemi og gæði svefns og vöku. Hún dregur einnig sannanlega úr einkennum skammdegisþyngsla. Lumie Lífsklukkur, sem þróaðar eru af fremstu sérfræðingum Evrópu í birtumeðferð, nota eðlilega svörun líkamans við ljósi til að hjálpa fólki að sofa og líða betur.
Hvernig virkar Lífsklukkan?
Með því að nota eðlilega svörun líkamans við sólarupprás og sólsetri hjálpar Lífsklukkan til við koma reglu á dægusveiflu (svefn/vöku mynstrið). Á hverjum morgni vekur Lífsklukkan þig hægt og rólega með ljósi, sem kemur líkamsstarfseminni af stað áður en þú áttar þig á því, þannig að þú vaknar hress og jákvæð(ur). Á kvöldin slökknar smám saman á lífsklukkunni sem gefur líkamanum merki um að slaka á og hjálpar þér að sofna.
Notkun Lífsklukkunnar hjálpar við að koma reglu á melatónín hringrásina með því að halda magninu háu um næturna (gera þig syfjaða(n) og lágu á daginn (halda þér vakandi). Svefninn verður brátt reglulegur og endurnýjandi.
Ef þú hefur ekki verslað á Náttúrumarkaði áður getur þú lesið þig til hér. Ef að þú óskar frekar eftir að beingreiða heldur en að greiða með greiðslukorti hefur þú einfaldlega samband við okkur í síma 483 1500 eða á netfangið nature@nature.is. Eins ef þú vilt fá gjöfina pakkaða í jólapappír og senda beint til þess sem þú vilt gefa gjöf. Það kostar ekkert aukalega.
Skoða og/eða kaupa Útvarps-Lífsklukkuna, Gæða-Lífsklukkuna og Barna-Lífsklukkuna.
Umfjallanir:
„Það er eins og að vera vakin hægt og rólega til meðvitundar...að vakna miklu hressari, kraftmeiri og bjartsýnni“ Marie Claire.
„Ótrúlega áhrifamikið, 9/10“ Daily Express.
„Lumie lífsklukkan gæti verið svarið við bænum þínum“ Daily Mail.
Ljósmynd: Barna-Lífsklukkan, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífsklukkurnar komnar á Náttúrumarkað“, Náttúran.is: 3. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/02/lifsklukkan-komin-natturumarkao/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 2. desember 2009
breytt: 3. desember 2009