Engan fjölpóst - takk! - Nú hægt að panta miðann á netinu
Fjölpóstur eru dagblöð og auglýsingaefni sem kemur óumbeðið í póstkassann okkar. Hvert heimili fær að meðaltali um 176 kg. inn um lúguna á ári. Þeir sem ekki telja sig hafa gagn af fjölpósti geta nú afþakkað hann á pósthúsum og fengið miða til að líma á póstkassann hjá sér um að ekki sé óskað eftir fjölpósti „Engan fjölpóst - takk!“. Nú er einnig er hægt að fylla út eyðublað á vef Íslandspóst þar sem fjölpóstur er afþakkaður og miðinn þá sendur heim innan tveggja vikna.
Íslandspóstur dreifir þó aðeins um 12% af fjölpóstinum sem borinn er út. Þú getur einnig hringt í Þjóðskrá (Sími: 569 2900) eða sent tölvupóst til thjodskra@thjodskra.is (með nafni og kennitölu) og látið setja bannmerki við nafnið þitt. Bannmerki við nafn í Þjóðskrá þýðir að ekki er heimilt að senda þér fjölpóst merktan þér.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Engan fjölpóst - takk! - Nú hægt að panta miðann á netinu“, Náttúran.is: 14. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/14/engan-fjolpost-takk-nu-haegt-ao-panta-mioann-netin/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.