Náttúruvernd á krossgötum – vörn og sókn
Náttúruverndar- og umhverfissamtök á Íslandi boða til náttúruverndarþings í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð laugardaginn 24. apríl nk. kl. 10.00-15.30.
Náttúruverndarþing er haldið til að leiða saman alla þá sem hafa áhuga á umhverfis- og náttúruverndarmálum. Markmiðið er að skapa öflugan grundvöll samstarfs og umræðu um málefni og baráttuaðferðir náttúruverndarfólks og náttúruverndarsamtaka á Íslandi.
Dagskrá þingsins er tvíþætt. Fyrri hluta dags verða flutt erindi um verkefni sem verið hafa til skoðunar og í umræðunni að undanförnu s.s. rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, verndun jarðminja á framkvæmdasvæðum, endurheimt votlendis, loftslagsbreytingar og löggjöf um náttúruvernd. Einnig verður fjallað um stöðu og þýðingu náttúruverndar og spáð í framtíðina. Seinni hluti þingsins verður að hætti Heimskaffis helgaður málstofum um verkefnin framundan og leiðir til að takast á við þau.
Mikilvægt er að náttúruverndarfólk fjölmenni á þingið til að leggja á ráðin og hafa áhrif á þróun náttúruverndar á Íslandi til framtíðar.
Boðið verður upp á kaffiveitingar, súpu og brauð í hádeginu.
Sjá dagskrána hér að neðan:
10.00 Setning - Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur
10.10 Ávarp - Svandís Svavarsdóttur, umhverfisráðherra
10.25 Jarðminjar í kreppu - Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur
10.50 Rammaáætlun ‐ Hvað svo?
11.15 Náttúran og löggjöfin - Katrín Theódórsdóttir, lögmaður
11.30 Endurheimt votlendis og loftslagsbreytingar - Einar Þorleifsson, Náttúruvaktin
11.45 Staða náttúruverndar í dag - Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands
12.00 Náttúruverndarsamtök – þýðing og mikilvægi - Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar
13.00 Hádegishlé Málstofur að hætti Heimskaffis um verkefnin framundan og leiðir til að takast á við þau.
15.00 Ályktanir náttúruverndarþings
15.30 Fundarslit
Fundarstjórn: Hólmfríður Arnardóttir (Fuglavernd) og Lárus Vilhjálmsson (Landvernd)
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Landverndar í síma 552 5242 eða með pósti til sigrunpals@landvernd.is
Upplýsingar hjá Einari Ó. Þorleifssyni í síma 857 2161 og Sigrúnu Pálsdóttur í síma 552 5242/866 9376
Ljósmynd: Séð inn Arnarfjörð, Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Sigrún Pálsdóttir „Náttúruvernd á krossgötum – vörn og sókn“, Náttúran.is: 15. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2010/04/15/natturuvernd-krossgotum-vorn-og-sokn/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.