Kolefnisskattur verður lagður á flugsamgöngur
Frá og með árinu 2012 verður allt flug til og frá EES-svæðinu skattlagt vegna kolefnislosunar skv. tilskipun sem samþykkt var í Evrópuþinginu nú í vikunni. Flugfélögin munu þá þurfa að greiða kolefnisskatt fyrir 15% af losun sinni. Ennfremur munu flugfélögin þurfa að draga markvisst úr útblæstri eða um 3% á árinu 2012 og síðan um 5% árlega til 2020.
Reiknað er með hækkun á flugfargjöldum sem nemur um 2,5-5%. Ekki hefur verið samið sérstaklega við EFTA-löndin um undaný águr og alls óvíst hvort Ísland fari í aðlögunarviðræður um undaný águr enda ekki líklegt að undaný águr komi til greina.
Birt:
11. júlí 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kolefnisskattur verður lagður á flugsamgöngur“, Náttúran.is: 11. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/11/kolefnisskattur-verour-lagour-flugsamgongur/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.