Farfuglar bjóða þér í gönguferð í Valaból í dag
Í tilefni af Grænum apríl bjóða Farfuglar öllum áhugasömum upp á gönguferð í Valaból í Hafnarfirði í dag þ. 28. apríl.
Lagt verður af stað frá bílaplani rétt fyrir ofan Kaldársel kl. 18:00 og reiknað er með að gangan taki um 2 tíma. Göngufólk taki með sér hlýjan og skjólgóðan fatnað en Farfuglar bjóða upp á heitt kakó og kruðerí þegar áð verður við Músarhelli.
Farfuglar reka 12 farfuglaheimili víðs vegar um landið, þar af tvö í Reykjavík. Sjá öll farfuglaheimiin hér á Grænum síðum í flokknum Þjónusta::Ferðaþjónusta::Farfuglaheimil sem og á Græna Íslandskortinu í flokknum Umhverfisvæn ferðaþjónusta.
Birt:
28. apríl 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Farfuglar bjóða þér í gönguferð í Valaból í dag“, Náttúran.is: 28. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/28/farfuglar-bjoda-ther-i-gonguferd-i-valabol-i-dag/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.