Kælitæki
Gömul kælitæki innihalda kælimiðilinn freon en það er efni sem veldur eyðingu ósonlagsins. Notkun þessa efnis hefur að mestu verið hætt í framleiðslu á nýjum kælitækjum. Að auki innihalda kælitækin olíu sem flokkast sem spilliefni. Kælitæki eru send til Efnamóttökunnar hf. sem flytur þau til fyrirtækisins Uniscrap í Danmörku. Þar eru freon og olía tæmd úr skápunum og þessum efnum komið til eyðingar. Skáparnir sjálfir eru svo teknir í sundur og flokkaðir til endurvinnslu. Helstu endurvinnsluflokkar eru járn, ál, kopar og plast.
Birt:
28. mars 2007
Tilvitnun:
NA „Kælitæki“, Náttúran.is: 28. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/28// [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 20. apríl 2007