Áskorun nær 50.000 Íslendinga um endurheimt orkuauðlindanna verður afhent stjórnvöldum undir keðjusöng sem hefst fyrir utan Stjórnarráðið á mánudag klukkan tíu!
Mánudaginn 17. janúar, 2011 klukkan tíu að morgni, áður en þing er sett, eru aðstandendur undirskriftasöfnunar á vefnum orkuaudlindir.is boðaðir til fundar við forsvarsmenn Ríkisstjórnar Íslands til að ræða um áskorun til stjórnvalda um að vinda ofan af einkavæðingu helstu orkufyrirtækja landsins og að láta hið bráðasta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald og nýtingu orkuauðlindanna.
Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar munu þá afhenda stjórnvöldum nær fimmtíu þúsund undirskriftir sem safnast hafa og biðja nú alla sem bera hag lands og þjóðar fyrir brjósti, og geta fengið sig lausa klukkan tíu á mánudagsmorgni, að mæta fyrir framan Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu og láta rödd sína hljóma.
Syngjum stjórnvöldum áskorun með keðjusöng sem berst um land allt!
Sá ég spóa suður´ í flóa,
Syngur lóa út´í móa:
„Bí, bí, bí, bí.“
Vorið er komið víst á ný.
Með von um samstillingu!
Fyrir þá sem enn hafa ekki skrifað undir; www.orkuaudlindir.is
Birt:
Tilvitnun:
Oddný Eir Ævarsdóttir „Áskorun nær 50.000 Íslendinga um endurheimt orkuauðlindanna verður afhent stjórnvöldum undir keðjusöng sem hefst fyrir utan Stjórnarráðið á mánudag klukkan tíu! “, Náttúran.is: 16. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/16/askorun-naer-50000-islendinga-um-endurheimt-orkuau/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.