Garðurinn
Garðurinn er sælureitur okkar og griðastaður. Hann getur verið af hvaða stærð sem er. Í garðinum höfum við litla náttúruvin til að heimsækja í dagsins önn, einnig þegar tíminn er stuttur. Heimsókn í garðinn getur gefið okkur mikið jafnvel þótt við horfum einungis á hann út um gluggann eða hugsum til hans.
Garðar geta verið af öllum gerðum, allt frá því að vera næsta alfarið úr steinum og völum í anda japanskra garða, algrónar gróðurvinjar, leikvellir eða einungis eitt tré. Sumir garðar í sveitinni geta verið margir hektarar með húsdýrum, köttum og mús. Í garðinum er tilvalið að vera með endurvinnslutunnur og moltukassa eða moltuhaug til jarðgerðar.
Birt:
26. júní 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Garðurinn“, Náttúran.is: 26. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/gardurinn/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. júní 2014