Nokkur samtök, og félög hafa kært til Umhverfisráðherra leyfi sem Umhverfisstofnun veitti ORF Lífætkni hf. til sleppingar erfðabreytts byggs á tiraunareit við Gunnarsholt 22. júní s.l.

Að kærunni standa Dýraverndunarsamband Íslands, Mavæla og veitingafélag Íslands, Náttúrulækningafélag Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Neytendasamtökin, samtökin Slow Food Reykjavík og Verndun og ræktun – félag framleiðenda í lífrænum búskap.

Í kærunni eru taldar til margar ástæður til stunðings þessa að fella leyfið úr gildi. Meðal annaras má nefna að ekki er fyrir hendi vísindalegur einhugur um öryggi slíkara ræktunar utan dyra; gallar eru á meðferð ráðgjafanefndarinnar sem neitaði að taka til skoðunar gögn í málinu og eins er vísað til meints vanhæfis nefndarmanna; grunnrannsóknir til að meta möguleg áhrif ræktunarinnar liggja ekki fyrir og fleiri rök eru tíunduð í 26 bls. kæruskjali sem unnið var fyrir ofangreinda aðila.

Kæran verður birt hér á vefnum í heild sinni þegar heimild til þess verður veitt.

Málið er til meðferðar hjá lögmönnum umhverfisráðuneytis en mun að því loknu koma á borð ráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, sem mun úrskurða í málinu.

Mynd: Frá kynningarfundi umsóknarinnar í Gunnarsholti. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir

Birt:
8. september 2009
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Veiting tilraunaleyfis til ORF kærð“, Náttúran.is: 8. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/08/veiting-tilraunaleyfis-til-orf-kaero/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: