Jólaskógarnir - Jólatréssala skógræktarfélaganna
Skógræktarfélög víða um land munu selja jólatré fyrir jólin í ár, eins og undanfarin ár. Það er öllum í hag að velja ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja með því skógræktarstarfið í landinu. Fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursett 30-40 ný tré.
Eftirfarandi skógræktarfélög eru með jólatrjáasölu nú fyrir jólin:
Skógræktarfélag Austurlands - Eyjólfsstaðaskógi helgarnar 12.-13. og 19.-20. desember.
Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga - Gunnfríðarstöðum laugardaginn 19. desember, en einnig verða seld jólatré að Fjósum í Svartárdal inn af Húnaveri.
Skógræktarfélag Austur Skaftfellinga - Haukafelli sunnudaginn 12. desember.
Skógræktarfélag Árnesinga - Snæfoksstöðum í Grímsnesi helgarnar 12.-13. og 19.-20. desember.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar - Daníelslundi, í samvinnu við björgunarsveitir á félagssvæðinu, laugardaginn 12. desember og helgina 19.-20. desember.
Skógræktarfélag Dþrafjarðar
Skógræktarfélag Eyfirðinga - Laugalandi á Þelamörk helgarnar 12.-13. og 19.-20. desember.
Skógræktarfélag Eyrarsveitar
Skógræktarfélag Garðabæjar - Helgina 19.-20. desember í aðstöðu félagsins austan Vífilsstaða (við gatnamót Vífilsstaðavegar og Elliðavatnsvegar).
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar - Selinu við Kaldárselsveg (Höfðaskógi) allar helgar fram að jólum.
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar - Hamrahlíð við Vesturlandsveg frá 9. desember.
Skógræktarfélag Rangæinga - Bolholti sunnudagana 13. og 20. desember.
Skógræktarfélag Reykjavíkur - Jólamarkaði félagsins að Elliðavatni allar helgar fram að jólum og í Hjalladal í Heiðmörk helgarnar 12.-13. og 19.-20. desember.
Skógræktarfélag Siglufjarðar - Skógræktinni í Skarðsdal laugardaginn 5. desember.
Skógræktarfélag Skagfirðinga - Laugardaginn 12. desember í Hólaskógi og Varmahlíð.
Skógræktarfélag Stykkishólms
Skógræktarfélag Skilmannahrepps - Furulundi (norðan í Akrafjalli) helgina 12.-13. desember.
Skógræktarfélagið Mörk - Reit skógræktarfélagsins í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu sunnudaginn 13. desember .
Fossá í Hvalfirði - Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps - Fossá í Hvalfirði allar helgar fram að jólum.
Skógræktarfélag Íslands - Brynjudal í Hvalfirði allar helgar fram að jólum - eingöngu bókaðir hópar.
Nánari upplýsingar eru á jólatrjáavef skógræktarfélaganna.
Gafík: Kort af sölustöðum skógræktarfélaganna 2009. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Íslands „Jólaskógarnir - Jólatréssala skógræktarfélaganna“, Náttúran.is: 3. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/03/jolaskogarnir-jolatressala-skograektarfelaganna/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.