Leiðbeinendanámskeið að hefjast - Vistvernd í verki
Dagana 13. og 14. október verður haldið leiðbeinendanámskeið hjá Vistvernd í verki. Kennt verður kl. 13:30-19:00 á föstudag og 10:00-17:00 á laugardag. Nemendur fá á námskeiðinu góða innsýn inn í hugmyndafræði verkefnisins, heildaryfirsýn yfir uppbyggingu og framkvæmd ásamt þjálfun í aðferðum sem nýtast vel í allri stjórnun, fundahöldum og ,,mannauðsvirkjun". Umsóknir um þátttöku sendist á netfangið vistvernd@landvernd.is.
Birt:
10. október 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Leiðbeinendanámskeið að hefjast - Vistvernd í verki“, Náttúran.is: 10. október 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/leidb_namskeid/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 15. janúar 2008