Metanbill.isÞann 12. maí sl. var fyrsta formlega metanverkstæði landsins Vélamiðstöðin opnað en verkstæðið er sjálfstætt einkahlutafélag í eigu Íslenska Gámafélagsins ehf.

Metanverkstæð Vélasmiðjunnar hefur það að markmiði að uppfæra bensínbíla og díselbíla með metanbúnaði og nýta þannig íslenska orku sem er mun ódýrari og stuðlar að hreinna umhverfi. Áætlað er að 30 ný störf geti skapast á þessu ári á verkstæðinu og auka verulega við fjölda metanbifreiða á götum landsins en nú eru þeir aðeins um 120 þó að metanframleiðsla landsins eins og hún er í dag gæti léttilega knúið um 5 þúsund bíla og möguleiki á meiri metanframleiðslu er til staðar um allt land.

Mikil umræða hefur verið um þörfina á að metanvæða Ísland nú á síðustu árum en lítið gerst utan ráðstefnuhalds, hagkvæmnisrannsókna og tilraunaverkefna. Það er því mikið framfaraspor að nú sé í boði að breyta venulegum bílum í metanbíla og óskandi að þjónustunni verði vel tekið af bíleigendum.

Til þess að breyta venjulegri bifreið í metanbifreið er ferlið eftirfarandi segir á metanbill.is:

  1. Ráðgjafar Vélamiðstöðvarinnar skoða bílinn með það að leiðarljósi að framkvæmdin verði sem hagkvæmust fyrir viðskiptavininn.
  2. Kynnt möguleikana á breytingum, hvar er hægt að koma kútum fyrir og hversu mörgum.
  3. Viðkomandi er gert tilboð í breytingarna.
  4. Ákveðinn tími hvenær ráðist er í breytingar.
  5. Bílnum breytt og hann afhentur.

Þættir sem ráða kostnaði:

  • Stærð bifreiðar.
  • Stærð vélar (fjöldi strokka).
  • Ósk viðskiptavinar um fjöldi tanka.
  • Hvort nýsmíði þurfi til.

Sjá nánar um þjónustuna á metanbill.is en þar er einnig að finna reiknivél* sem segir þér hvað þú getur sparað mikið með því að skipta yfir í metan.

Sjá vistvæn umhverfisviðmið Náttúrunnar fyrir bíla.

Meira um bíla og umhverfið í bílskúrnum í þættinum Húsið og umhverfið og í ótal greinum hér á vefnum. Sláðu inn leitarorðið „metan“ til að nálgast upplýsingar eða skoðaðu tenglana hér t.h. á síðunni.

*Reiknivél frá 0rkusetri.

Birt:
3. júní 2010
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Venjulegri bifreið breytt í metanbifreið á metanverkstæði Vélamiðstöðvarinnar“, Náttúran.is: 3. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/03/venjulegri-bifreid-breytt-i-metanbifreid-metanverk/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: