Setjist niður í hring, einhversstaðar úti í náttúrunni, hvort sem það er úti í garði, útí skógi eða útá engi. Það eina sem þarf er ferskt loft og fjölskylduna.

Lokið augunum og segið svo hvort öðru frá því í hverju þið heyrið, hvað þið getið ímyndað ykkur það sé, hvernig litir eru í kringum ykkur. Þið getið t.d. búið hvert og eitt til litla sögu þar sem hver og einn býr sér til nýtt umhverfi og segir frá því hvað er þar, hvað gerist þar, hvernig veðrir er þar og svo framvegis.

Einnig er hægt að fara í svona ímyndunar leik heima í stofu. Ímyndið ykkur saman að þið séuð einhverstaðar úti í náttúrunni og segið frá því hvað þið sjáið þar.

Birt:
24. október 2009
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Leikir sem örva ímyndunaraflið geta verið afskaplega skemmtilegir“, Náttúran.is: 24. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/25/leikir-sem-orva-imyndunaraflio-geta-verio-afskaple/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 25. október 2009
breytt: 31. mars 2010

Skilaboð: