Máttur jurta
Reynirinn er helgasta tré landsins og sé mikið um reyniber og þau dökkrauð táknar það harðan vetur. Einirinn er einnig helgur og tengist sólstöðum. Ef einir er brenndur í húsi hreinsast andrúmsloftið. Ekki má hafa reyni í skip nema einir sé þar einnig. Birkið er sótthreinsandi og því er það notað til að hýða sig með í gufuböðum. Furan er nýbúi en hún er dapurt tré og tekur til sín sorgir manna ef gengið er um furuskóg. Það birki sem notað var til að hýða Krist varð að fjalldrapa því það skammaðist sín svo.
Birt:
18. apríl 2010
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Máttur jurta“, Náttúran.is: 18. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/17/mttur-jurta/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. maí 2007
breytt: 20. maí 2014