Ný Norræn matargerð - Sýning og fyrirlestrar
Nú stendur yfir Norræn matarhátíð Kræsingar og kæti í Norræna húsinu í Reykjavík en í dag opnar vörusýningin í kjallara Norræna hússins almenningi og verður opin fram á sunnudag. Fjöldi erlendra og íslenskra framleiðenda og þjónustuaðila kynna framleiðslu sína og gefa að smakka af kræsingunum.
Auk sýningarinnar er fjölbreytt dagskrá fyrirlestra. Dagskráin í dag er:
- 13:00 Keimur frá Þingeyjarsýslu. Matarbúrið. Þingeyjarsýsla – for your taste. Matarbúrið. Fyrirlestur og smökkun / Lecture og taste. Jóna Matthíasdóttir.
- 13:30 Beint frá býli / Straight from the farm. Fyrirlestur og smökkun / Lecture and tasting. Árni Jósteinsson.
- 14:15 Cider – Listin að búa til epla cider. Cider - The art of apple and pressure. Fyrirlestur og smökkun / Lecture and tasting. Katja Svensson og Anders Karlsén, Kiviks Musteri.
- 15:00 Måltidsvision. Matarinnsetning / Food installation. Fyrirlestur / Lecture: Lena Abrahamsson og Björn Ylipää. “Er hægt að nota mat og drykk sem listrænt tjáningar- og frásagnarform?” “Can food and drink be used as an artistic expression and as storytelling?”
- 16:00 Svæðisbundið matartengslanet i suður Skandinaviu. Regional food-networks in southerns parts of Scandinavia. Kynning á:Smálöndum, Sjállandi og Bornhólmi. Presentation: Småland, Sjælland and Bornholm.
- 16:45 Bjór á Norðurlöndum / Beer in the Nordic countries. Fyrirlestur og smökkun / Lecture and tasting. Mads Holm.
- 17:30 Svona gerum við í Noregi / The Norwegian way. Matur frá Akershus og Östfold í Noregi. Local food from Akershus og Östfold in Norway. Fyrirlestur / Lecture: Mary Tönder.
Myndin er af Ólöfu Hallgrímsdóttur í Vogafjósi en hún er einn þeirra íslensku frumkvöðla sem kynnir framleiðslu sína á sýningunni.
Birt:
22. febrúar 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ný Norræn matargerð - Sýning og fyrirlestrar“, Náttúran.is: 22. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/22/ny-norraen-matargero-syning-og-fyrirlestrar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 25. febrúar 2008