Gæludýr eru mikilvægir fjölskyldumeðlimir í flestum fjölskyldum. Þau veita félagskap og huggun og öll börn hafa gott af að sjá um dýr. Ofnæmi fyrir ákveðnum dýrum er þó ekki óalgengt enda hefur ofnæmi fyrir ýmsum náttúrlulegum hlutum aukist til muna síðustu ár. Hugsanlega vegna þess hve við komumst í snertingu við mörg aukaefni og áreitið á ofnæmiskerfið er svo mikið.

Mikilvægt er að gæludýr séu á góðu og fjölbreyttu fæði. Tilbúið gæludýrafóður er ekki endilega best, lestu þig til um hvað þú mátt gefa gæludýrinu þínu annað. Hægt er að kaupa lífrænt gæludýrafóður og umhverfisvænan kattarsand. Fóðrið sem selt er hér á landi er laust við öll eiturefni, sé það flutt inn eða framleitt á löglegan hátt. Landbúnaðarstofnun hefur eftirlit með innfluttu og innlendu gæludýrafóðri og tryggir að svo sé.

Gæludýr þurfa flest einnig mikla hreyfingu og félagskap. Útivera er mikilvæg fyrir öll dýr, ekki bara hunda og ketti. Farðu með dýrin þín út undir bert loft, hægt er að fara með búrdýr í hlýju veðri út á svalir eða út í garð.

Birt:
26. júní 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Gæludýr“, Náttúran.is: 26. júní 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/gaeludyr/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. júní 2007
breytt: 13. júní 2014

Skilaboð: