Bandarískir hljóðfæraframleiðendur taka höndum saman við verndun skóga
Til að fá rétta hljóminn í gítar er mikilvægt að notuð sé rétt viðartegund við smíði hans. Margar eftirsóttustu trjátegundirnar í smíði gítara eru tré sem tekur áratugi og jafn vel árhundruð að vaxa þannig að þau hljómgæði sem sóst er eftir náist úr við þeirra.
Sameiginlegt skógræktarátak stærstu gítarframleiðenda heims er nú að komast af stað. Gítariðnaðurinn tók upp samstarf við Greenpeace í baráttu sem gengur undir nafninu Music Wood. Mest áhersla er lögð á verndun sitka-grenis, sem er vinsæl trjátegund í framleiðslu píanóa og gítara.
Skógarhöggsfyrirtækið sem sér hljóðfæraframleiðendunum fyrir sitka-greni hefur samþykkt að endurskoða aðferðir sínar við skógarhögg, með það að markmiði að vernda skógana.
Hljóðfæraframleiðendur hafa einnig reynt að framleiða hljóðfæri sín úr viðartegundum sem vaxa hraðar, t.d. bambus. Erfitt hefur reynst að selja þau hljóðfæri sem framleidd eru úr öðru e.n hefðbundnum viðartegundum, enda vilja viðskiptavinir ekki taka á sig þá áhættu að sitja uppi með hljóðfæri með rangan hljóm.
Birt:
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Bandarískir hljóðfæraframleiðendur taka höndum saman við verndun skóga“, Náttúran.is: 24. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/24/bandariskir-hljoofaeraframleioendur-taka-hondum-sa/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.