Vaðfuglar og votlendi
Yfir standa einhverjar mestu breytingar á landnotkun á Íslandi sem átt hafa sér stað frá landnámi. Nú og í náinni framtíð verður stóraukin þörf á betri þekkingu á kostnaði og ávinningi sem hlýst af mismunandi landnotkun. Eitt af því sem nauðsynlegt verður að skilja betur er samspil líffræðilegs fjölbreytileika og landnotkunar. Komast verður frá einföldum lýsingum á ástandi til betri skilnings á tengslum sem auðveldar spádóma.
Vaðfuglar eru stærsti hópur landfugla á Íslandi, útbreiddir og áberandi og hafa sem hópur svipaða lífssögu. Þeir byggja afkomu á gróðurfari og smádýralífi og ættu að vera góðir ávitar á líffræðilegan fjölbreytileika á ýmsum stigum. Eins og nafnið gefur til kynna eru vaðfuglar þekktir fyrir að vera háðir votlendi. Þó er illa þekkt hvernig afkoma þeirra (hæfni) tengist eiginleikum votlendis og annarra búsvæða en slík vitneskja er einmitt forsenda fyrir því að geta metið áhrif landnotkunar á vaðfugla og það líf sem þeir eru háðir.
Birt:
Tilvitnun:
Náttúrufræðistofnun Íslands „Vaðfuglar og votlendi“, Náttúran.is: 18. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/18/vaofuglar-og-votlendi/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.