WGBCWorld Green Building Council er óháð ráð sem er stjórnað af aðilum uúr byggingariðnaðinum og hefur það að meginmarkmiði að flýta fyrir framþróun ií vistvænni hönnun í byggingariðnaði ií heiminum. Hlutverk ráðsins er að veita samtökum um vistvænar byggingar aðstoð og upplýsingar. Auk þess veitir ráðið þjóðum leiðbeiningar við að stofna sambærileg samtök. WGBC var stofnað árið 2002 af samtökum 8 landa. Árið 2009 samanstendur ráðið af samtökum fraá 14 löndum víða um heim, auk þess sem 7 þjóðir hafa verið samþykktar og eru að vinna að inngöngu í ráðið.

Á síðastliðnu ári var Vistbyggðarráð stofnað hér á landi, þar sem leiðbeiningar WGBC hafa verið notaðar við að koma félaginu á fót. Þrjátíu og tvö fyrirtæki og stofnanir eru aðilar að stofnun ráðsins. Sjá nánar á vef Vistbyggðarráðs www.vbr.is.

Birt:
11. júní 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „World Green Building Council“, Náttúran.is: 11. júní 2011 URL: http://nature.is/d/2010/06/18// [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 18. júní 2010
breytt: 11. júní 2011

Skilaboð: