Stóri Skógarhvammur - nýr útivistarskógur
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar afhjúpar nýtt upplýsingaskilti við Stóra-Skógarhvamm í Undirhlíðum kl. 14:.00 laugardaginn 25. ágúst nK. um leið og skógurinn verður opnaður almenningi.
Stóri-Skógarhvammur er eitt best varðveitta leyndarmál hafnfirskrar skógræktarsögu. Þangað liggur enginn akfær vegur, aðeins gönguslóði sem er hluti Reykjavegar. Hvammurinn er í norðanverðum Undirhlíðum milli Bláfjallavegar og Krþsuvíkurvegar og var áður vinsæll áningastaður þeirra sem fóru Undirhlíðaleið, gömlu þjóðleiðina milli Hafnarfjarðar og Krþsuvíkur.
Auðvelt er að komast í Stóra-Skógarhvamm með því leggja bílnum á afleggjara af Krþsuvíkurvegi norðan við Vatnsskarð. Þar eru stikur sem vísa á Undirhlíðaleið og Reykjaveg en leiðin að Stóra-Skógarhvammi er tæplega 2 km löng.
Eins og nafnið gefur til kynna var Stóri-Skógarhvammur vaxinn gömlum birki- og víðiskógi þegar Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fékk svæðið til umsjónar og ræktunar 1958. Byrjað var á að girða 56 ha spildu af sumarið 1958 en árið eftir hófst plöntun trjágróðurs af fullum krafti.
Samið var við Hafnarfjarðarbæ um að piltar í vinnuskólanum í Krþsuvík önnuðust ræktunarstarfið undir stjórn Hauks Helgasonar forstöðumanns vinnuskólans. Þegar vinnuskólinn í Krþsuvík var lagður niður haustið 1964 var formlegu ræktunarstarfi lokið í Stóra-Skógarhvammi. Skógurinn hefur fengið að aðlagast landsháttum undanfarna fjóra áratugi og hefur nánast verið sjálfbær þennan tíma.
Undanfarnar vikur hafa félagsmenn og starfsmenn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar tekið niður gömlu girðingarnar og fjarlægt þær til að opna skóginn. Næstu sumur verður útplöntun haldið áfram til að auka tegundavalið, auk þess sem unnið verður að grisjun og stígagerð til að auðvelda aðgengi að þessum merka ræktunarreit.
Birt:
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Íslands „Stóri Skógarhvammur - nýr útivistarskógur“, Náttúran.is: 24. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/24/opnun-tivistarskgar-stri-skgarhvammur/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.