Forsætisráðherra Breta vill verðleggja plastpoka.

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta vill setja í lög að neytendur þurfi að greiða ákveðið lágmarksgjald fyrir einnota burðapoka úr plasti í verslunum. Hugmyndin á bak við gjaldið er að draga úr notkun einnota plastpoka og minnka mengun af þeirra völdum.

Talið er að Bretar noti um 13 milljarða einnota plastpoka á ári og er mengun af þeim gríðarleg. Forsætisráðherrann sagði í ræðu fyrir skömmu að með því að draga úr notkun pokanna gætu Bretar dregið verulega úr mengun á sýnilegan hátt.

Hann benti réttilega á að plastpokar eru mjög sýnilegir í náttúrunni og með því að minnka notkun þeirra dragi verulega úr sýnilegri mengun af þeirra völdum.. Talið er að gjaldtakan fyrir pokana sé fyrsta skrefið í þá átt að banna notkun þeirra í Bretlandi.

Birt:
11. mars 2008
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Reynt að draga úr mengun vegna einnota plastpoka“, Náttúran.is: 11. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/11/reynt-ao-draga-ur-mengun-vegna-einnota-plastpoka/ [Skoðað:13. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: