Snyrtivörur varða daglega umhirðu líkama okkar. Margar snyrtivörur höfða mest til skjótfenginna fegurðaráhrifa en taka lítið tillit til áhrifa á heilsu notandans eða umhverfisáhrifa til lengri tíma. Til eru lífrænt vottaðar snyrtivörur, umhverfisvottaðar og siðgæðisvottaðar. Snyrtivörur geta innihaldið bæði tilbúin og náttúruleg efni. Stundum koma náttúrulegu efnin beint úr jurtum, en oft er búið að einangra þau til að fá nákvæmlega þá virkni sem óskað er eftir í vörunni. Fræðiheiti sem hljóma ónáttúruleg geta verið nöfn á einstökum náttúrulegum efnasamböndum. Í snyrtivörudeildinni eru allar upplýsingar af umbúðum skráðar nákvæmlega í samræmi við gildandi reglur. Fólk getur haft ofnæmi fyrir einstökum efnum, þótt þau séu náttúruleg, til að mynda fyrir hnetum eða ilmefnum. Skoðið því vel innihaldsefnin. Það að gera vel við líkamann með vönduðum snyrtivörum er eitthvað sem allir ættu að leyfa sér. Góðar snyrtivörur eru líka frábær gjöf þegar fólk vill sýna öðrum umhyggju.

Grafík: Tákn snyrtivörudeildar Náttúrumarkaðarins, hönnun: Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran er ehf.

Birt:
6. febrúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Snyrtivörur á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 6. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2007/10/24/ssnyrtivrur-nttrumarkai/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 24. október 2007
breytt: 28. mars 2014

Skilaboð: