500 gr gróft spelt
1 pk þurrger
3 dl léttmjólk
2 egg
1 pk möluð fjallagrös
1 dl olífuolía

Blandið gerinu og fjallagrösunum saman við speltið. Velgið mjólkina og hrærið saman við. Bætið eggjunum í blönduna og sláið deigið saman. Setjið olíuna saman við, bætið spelti við ef þarf og látið deigið lyfta sér í 20 – 30 mínútur. Hnoðið og mótið bollur eða smábrauð. Látið lyfta sér á plötunni í 20 – 30 mínútur. Bakað í 10 – 15 mínútur við 200 – 220° hita.

Möluð fjallagrös frá Hollustu úr hafinu fást hér á Náttúrumarkaði. 

Birt:
15. janúar 2008
Höfundur:
Hollusta úr hafinu
Tilvitnun:
Hollusta úr hafinu „Speltbollur með fjallagrösum“, Náttúran.is: 15. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/15/speltbollur-meo-fjallagrosum/ [Skoðað:4. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: