RSS - Fréttafóðrun Náttúrunnar
Til að auka yfirsýn á það sem er að gerast í umhverfissamfélaginu hefur Náttúran nú virkjað RSS* fréttafóðrun frá öðrum umhverfismiðlum hér neðarlega til hægri á síðunni en þar birtast yfirsagnir síðustu fimm frétta hvers miðils og þegar rennt er yfir yfirsagnirnar birtast fyrstu línur fréttanna. Með því að smella á fréttina ferð þú á viðkomand miðil og getur lesið alla greinina.
Nú birtist fréttafóðrun frá; Náttúrufræðistofnun, Umhverfisráðuneytinu, Umhverfisstofnun, Lofslag.is og Saving Iceland en fleirum er velkomið að láta vita af miðli sem tengist umhverfismálum og gefur möguleika á fréttafóðrun sem við munum þá með mikilli ánægju bæta í hópinn.
Við minnum einnig á RSS fréttafóðrun Náttúrununnar sem öllum er frjálst að birta á sínum miðli. Til að notfæra sér hana þarft þú aðeins að setja slóðina hér að neðan í þar til gerðan RSS lesara á tölvunni eða í gsm-símanum þínum. Öllum er velkomið að virkja þannig fréttir Náttúrunnar á vefsíðum sínum. http://www.natturan.is/feeds/
*RSS stendur fyrir „Really Simple Syndication“ á ensku sem við höfum þýtt sem „fréttafóðrun“.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „RSS - Fréttafóðrun Náttúrunnar“, Náttúran.is: 30. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2008/07/14/frettafoorun-natturunnar/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 14. júlí 2008
breytt: 30. maí 2011