Þvoðu andlitið með mildri hreinsimjók, setjið síðan þvottapoka í heitt vatn. Leggið þvottapokann síðan laust á andlitið í eina til tvær mínútur. Setjið síðan bómullarservíettu í volgt vatn með tveim til þremur teskeiðum af eplaediki. Leggið þetta á andlitið og setjið heita þvottapokann yfir klútinn á andlitinu. Látið vera á í 5 mínútur og skolið síðan af með heitu vatni og nuddið andlitið vel með þvottapokanum. Með þessu losna dauðar húðfrumur og húðin fer aftur að ljóma. Endurtakið vikulega.

Grafík: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdótir ©Náttúran.is.

Birt:
5. nóvember 2013
Höfundur:
Siiri Lomb
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Siiri Lomb „Skrúbb með eplaediki“, Náttúran.is: 5. nóvember 2013 URL: http://nature.is/d/2008/10/28/peeling-meo-eplaediki/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. október 2008
breytt: 5. nóvember 2013

Skilaboð: