Á stofnfundi Samtaka lífrænna neytenda, í fyrradag, færði Vottunarstofan Tún stofnfundinum að gjöf sérprentun á yfirlitsriti Söndru B. Jónsdóttur „The Benefits of Organic Agriculture - Review of Scientific Research & Studies“ um niðurstöður nokkurra helstu rannsókna sem gerðar hafa verið á lífrænum aðferðum á undanförnum árum.

Í inngangi ritsins segir:

Á síðustu árum hefur orðið mikil vitundarvakning meðal vísindamanna, vísindastofnana, bænda og matvælaframleiðenda almennt um mikilvægi aukinna grunnrannsókna á lífrænum aðferðum. Í kjölfar þessa hafa stjórnvöld og fjölþjóðastofnanir varið auknum fjármunum til slíkra rannsókna, með þeim árangri að nú má finna umtalsverð gögn um vísindalegar rannsóknir, ræktunartilraunir og samanburðarrannsóknir á lífrænum aðferðum.

Um skeið hefur Sandra B. Jónsdóttir ritað og uppfært fyrir Vottunarstofuna Tún ehf. skjal með samantekt um nokkrar merkustu niðurstöður þessara rannsókna á lífrænum aðferðum.

Þann 7. mars 2011 verður haldinn stofnfundur samtaka neytenda lífrænna afurða. Í tilefni af þeim merku tímamótum í sögu lífrænnar þróunar á Íslandi ákvað Vottunarstofan Tún að færa samtökunum að gjöf sér- prentun á þessu yfirlitsriti um hin fjölþættu gæði sem lífrænar aðferðir færa neytendum og umhverfi þeirra.

Um leið og Tún óskar hinum nýju samtökum velfarnaðar er þess vænst að félagsmenn þeirra gefi sér tóm til að kynna sér efni þessa rits og safna sér þannig í sarpinn fyrir upplýsta rökræðu um gildi lífrænna aðferða.

Sækja ritið hér í Pdf- útgáfu en ritið er á ensku.

Birt:
9. mars 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Sandra B. Jónsdóttir „Vísindaleg rök sanna kosti lífræns landbúnaðar“, Náttúran.is: 9. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/09/visindaleg-rok-sanna-kosti-lifraens-landbunadar/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. mars 2011

Skilaboð: