Vatnsknúinn bíllDraumur okkar Íslendinga um að vera græn þjóð sem ekur um á vetni gæti fengið byr undir vængi fyrir tilstilli Japana. En þar í landi er komin á göturnar tilraunaútgáfa af ökutæki sem þarf aðeins loft og vatn sem orku. Enn sem komið er mun þynnu kerfið [membrane electrode assembly (MEA)] vera nokkuð dýrt eða um 18.000 U$D (1.400.000 IKR) og skilar 300W. Sem virðist duga til að knýja smábílinn á myndinni. Í vændum er svo stærri hverfill eða um 500W. Það má því vænta þess að fjölskyldubílar með þessari tækin komi á markað innan fárra ára. Og þá væri gott fyrir olíufyrirtækin að vera búin að tryggja sér vatnsréttindi og koma upp vatnsstöðum við Urriðafoss og Gullfoss....

Sjá vef fyrirtækisins

Birt:
16. júní 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Vatnsknúin bifreið“, Náttúran.is: 16. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/16/vatnsknuin-bifreio/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: