Gríðarleg snjókoma er nú á Suðurlandi. Á Selfossi snjóar í dag álika mikið og í gær og virðist aukast frekar en hitt. Mjallarhólar eftir snjóruðningstæki og gröfur sem unnu af miklum krafti við að hreinsa götur og bílastæði í morgunsárið eru allt upp í 4 metra háir. Ótal slíkir hólar eru nú við götur bæjarins. Gullfallegt og rómantískt er þetta svo sannarlega en ef að reyndin verður sú að fannfergið verði viðvarandi í einhvern tíma í viðbót, jafnvel að það verði eins langvarandi og úrkoman frá ágúst til desember á síðasta ári var, er illt í efni. Þá liggur nefninlega fyrir að Sunnlendingar gætu hreinlega lokast inni í húsum sínum.

Þangað til svo er komið er best að njóta fegurðar snævi þakinnar náttúrunnar og fá sér heitt kakó.

Myndin er af tré við íbúðargötu á Selfossi fyrir hádegi í dag. Ljósmynd: Einar Bergmundur.
Birt:
16. janúar 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Snjór, snjór, snór“, Náttúran.is: 16. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/16/snjor-snjor-snor/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: