A síðu Information is Beutyful skemmta menn sér við að setja tölfræðileg gögn fram með sjónrænum hætti. Hér getur að líta túlkun þeirra á útstreymi koltvísýrings. Annarsvegar frá flugsamgöngum i Evrópu á góðum degi og hinsvegar fra gosinu i Eyjafjallajökli og þeim samdrætti sem það veldur i mengun vegna stöðvunar flugsamgangna. Gosið er því á vissan hátt verulega umhverfisvænt. Þess er þó að geta að koltvísýringur er ekki eina lofttegundin sem eldgosið spúir út í andrúmsloftið.

sjá nánar á: http://www.informationisbeautiful.net/2010/planes-or-volcano/

Birt:
16. apríl 2010
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Koltvísýringur frá gosinu og flugi“, Náttúran.is: 16. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2010/04/16/koltvisyringur-fra-gosinu-og-flugi/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: