Sögumiðlun hefur framleitt jólakort til styrktar Lyngási, dagvistar fyrir fötluð börn og ungmenni, sem er hluti af Styrktarfélaginu Ás. Myndin á jólakortinu er búin til úr pappír, eggjabökkum, álfilmu af smjördollu og gömlu klæði..

Lyngás
Á Lyngási dvelja fötluðustu börnin hverju sinni. Á tímum sem þessum er mikilvægt að gleyma ekki þessum hóp sem þarf á öflugum málsvörum að halda. Það góða starf sem þarna fer fram skiptir sköpum í lífi þessara einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Sögumiðlun vill með þessu leggja sitt að mörkum og um leið þakka fyrir þá frábæru þjónustu sem þau fengu er sonur þeirra dvaldi þarna í rúmt ár. Eins árs var hann varla farinn að geta setið uppréttur en ári síðar labbaði hann út af Lyngási og er nú í almennum leikskóla.
Pakki með 8 jólakortum og umslögum kostar 1000 krónur en allur ágóði rennur óskiptar til Lyngáss. Pantanir berist á gyda@sogumidlun.is.

Birt:
30. nóvember 2009
Uppruni:
Sögumiðlun
Tilvitnun:
Gyða S. Björnsdóttir „Jólakort til styrktar Lyngási“, Náttúran.is: 30. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/30/jolakort-til-styrktar-lyngasi/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 27. nóvember 2013

Skilaboð: