Súpueldhús í hádeginu - Á næstu grösum
Svangir vegfarendur í miðborginni voru búnir að torga eitthundrað lítrum af ókeypis súpu í veitingahúsinu Á næstu grösum um tvö leytið í dag. Boðið var upp á ókeypis heita grænmetissúpu í dag til að lífga upp á sálina. Sæmundu Kristjánsson veitingamaður segir þetta ekki kreppusúpu heldur meira svona sálarsúpu. Uppátækið fékk frábærar undirtektir og var setið við öll borð á staðnum, í öllum gluggakistum og inni á klósettum sat meira að segja fólk með súpuskálar.
Með uppátækinu vildi veitingastaðurinn að sjálfsögðu einnig vekja athygli á hollustu lífrænna afurða og mikilvægi góðrar næringar á grunni lífrænna afurða.
Mynd og hluti fréttar af mbl.is.Birt:
13. október 2008
Tilvitnun:
mbl.is „Súpueldhús í hádeginu - Á næstu grösum “, Náttúran.is: 13. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/13/supueldhus-i-hadeginu-naestu-grosum/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2010