Jökulsárganga - Mótmælagangan mikla
Gífurlegt fjölmenni tók þátt í Jökuslárgöngunni í Reykjavík í kvöld. Mönnum ber á klassískan hátt ekki saman um tölulegan fjölda, lögreglan segir 7-8 þúsund manns en aðrir vilja meina að mannfjöldinn hafi verið nærri 15 þúsundum á Austurvelli þegar dagskráin stóð sem hæst. Strax við upphaf göngunnar, á Hlemmi, var mannþröng og hátíðlegt yfirbragð í hlýjunni og myrkrinu. Fólk flykktist upp Laugaveginn til að byrja gönguna frá Hlemmi, fljótt var ljóst að þúsundir manna myndu fylgja Ómari Ragnarsyni niður Laugaveginn til merkis um stuðning við málstaðinn „að forða fyllingu Hálslóns“. Á risatjaldi á Austuvelli voru sýndar myndir eftir Christopher Lund (sjá myndirnar).
-
Myndin t.v. er tekin við upphaf göngunnar frá Hlemmi. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Myndin t.h. er af Ómari að taka á móti þökkum frá einum stuðningsmanna sinna eftir fundinn. Ljósmynd: Birgir Þórðarson.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jökulsárganga - Mótmælagangan mikla“, Náttúran.is: 27. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/jokulsarganga_motm/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 8. ágúst 2013