Breska fyrirtækið Natracare hefur á undanförnum árum unnið brautryðjendastarf við þróun á umhverfisvænum lausnum til framleiðslu á hreinlætusvörum. Natracare framleiðir dömubindi af öllum gerðum, brjóstapúða fyrir mæður með börn á brjósti, tíðatappa, blautþurrkur og nú eru bleiur á teikniborðinu hjá Susie Hewson frumkvöðli fyrirtækisins.

Nú hefur Natracare fengið umhverfisvottunina Svaninn á allar vörur sínar sem gera þær enný á áhugaveraðari enda er Svanurinn trygging fyrir því að varan sé unnin á eins umhverfisvænan hátt og kostur er. Margar vörutegundir Natracare eru einnig með lífræna vottun frá Soil Assosiation og eru framleiddar úr lífrænum og auð-niðurbrjótanlegum hráefnum til að valda sem minnstum umhverfis- og heilsufarslegum skaða.

Icepharma hf. flytur Natracare inn en vörurnar eru margar hverjar til sölu hér á Náttúrumarkaði og bráðum verður hægt að kaupa allt vöruúrvalið hér á vefnum.

Sjá: Blautþurrkur úr lífrænni bómull, lífræna bómullar tíðatappa - Super- og venjulega, dömubindi fyrir ný bakaðar mæður, nærbuxna innlegg, náttúruleg dömubindi, og ultra super með vængjum og venjuleg með vængjum, náttúrulega brjóstapúða fyrir konur með börn á brjósti og þvaglekabindi-innlegg.

Eitt af því sem Natracare býður upp á á heimsíðu sinni er svokölluð Mánaðarleg stundartafla „Monthly Matrix“ en það er fræðsluefni um tíðir, kyný roska, getnaðarvarnir og umhverfisvernd. Verkefnum er skipt þrjá flokka eftir aldri þ.e. fyrir: 9-11 ára, 12-15 ára og 15-17 ára. Kennarar og foreldrar eru hvattir til að skoða þetta áhugaverða og skemmtilega verkefni.

Skoða Natracare.com.

Birt:
12. september 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Natracare - Svansvottuð framleiðsla“, Náttúran.is: 12. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/16/natracare-svansvottuo-framleiosla/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. maí 2008
breytt: 29. nóvember 2010

Skilaboð: