Óðinsauga hefur gefið út nýja barnabók „Skýjahnoðra“ en hugmyndin að bókinni er að ýta undir umhverfisvitund barna. Skýjahnoðrar tengir hreint loft við fagra drauma en draumarnir standa fyrir framtíðina. Huginn Þór höfundur bókarinnar segir söguna um Skýjahnoðrana vera viðleitni til að fá börn til að hugsa um umhverfi sitt og að komandi kynslóðir leiti leiða til að takmarka ágang á náttúruna og nýta vistvænni orkugjafa.

„Skýjahnoðrar eru litlar góðlyndar verur sem færa börnum drauma á næturnar. Einn góðan veðurdag reisa menn verksmiðju sem blæs mengun út í andrúmsloftið. Uppi í svörtu mengunarskýinu situr fastur skýjahnoðri. Sótsvartur af útblæstri er hnoðrinn óttalega dapur og gramur í geði, hóstandi og hnerrandi. Í stað þess að færa börnum fagra drauma, fara þau að fá martraðir...“

Cassandra Canady, ungur listamaður, fædd og uppalin í Bandaríkjunum myndgerði söguna en myndirnar eru unnar með vatnslitum.

Huginn Þór segir að í sögunni búi ákveðin líkindi við nálægð álversins í Straumsvík við Hafnarfjörð.

Mynd: Forsíða Skýjahnoðra.

Birt:
3. desember 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Barnabók um loftmengun“, Náttúran.is: 3. desember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/12/03/barnabok-um-loftmengun/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 6. desember 2010

Skilaboð: