Nýtt frá Móður Jörð - Byggflögur
Komin er á markað ný vara „Byggflögur“ frá Móður Jörð, vörumerki lífræna bús Eymundar Magnússonar og Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur í Vallanesi. Byggflögur Móður Jarðar er valsað lífrænt bygg og hentar vel í grauta, bakstur (brauð, kökur og kex), slátur, músli og aðra matargerð.
Byggflögurnar innihalda trefjaefni úr hýði byggsins sem eru mikilvæg fyrir heilsuna auk vítamína og steinefna og þær veita orku fyrir daginn úr flóknum kolvetnum. Trefjaefnin í byggflögunum eru bæði óleysanleg trefjaefni sem eru mikilvæg fyrir meltinguna og vatnsleysanleg. Meðal vatnsleysanlegu trefjaefnanna eru beta-glúkanar en þeir geta lækkað kólesteról í blóði og dregið úr blóðsykursveiflum.
Með byggflögum öðlast gamli góði hafragrauturinn nýtt líf úr íslensku hráefni.
Vöruúrval Móður Jarðar samanstendur nú að eftirfarandi vörutegundum auk jólatrjáa og fjölda grænmetistegunda:
- Korn og kornafurðum s.s. Bankabyggi, byggmjöli og -flögum
- Sultuðu grænmeti s.s. rauðrófum og rófum, sultum
- Hrökkbrauði (Hrökkvi) 3 gerðum með byggi og íslenskum jurtum (s.s. kúmeni og hvönn)
- Frosnum grænmetisréttum (grænmetisbuffum)
- Nuddolíum
Uppskrift af bygggraut fyrir tvo:
2 dl byggflögur, 5 dl vatn, 1/2-1 tsk salt. Soðið í u.þ.b. 5 mínútur. Má bragðbæta eftir smekk m.a. með rúsínum, kanil, fræjum, berjum eða sultu.
Næringargildi í 100 g er u.þ.b:
Orka 1450 kJ / 346 kcal
Prótein 12 g. Kolvetni 64 g. Fita 2 g, þar af mettaðar fitusýrur 0,4 g. Trefjar 10 g, þar af beta-glúkanar 3 g. Natríum 0,02 g. Járn 2 mg. Þíamín (B1-vítamín) 0,3 mg.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýtt frá Móður Jörð - Byggflögur“, Náttúran.is: 4. desember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/12/04/nytt-fra-modur-jord-byggflogur/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. október 2011