Sérviðburður á RIFF: Hvað getum við gert?

Hinn víðfrægi heimildargerðarmaður, þáttastjórnandi og umhverfisfræðingur Dr. David Suzuki, fyrrum prófessor við University of British Columbia, heldur hátíðarfyrirlestur þ. 1. október 16:00-18:00 á málþingi í Háskóla Íslands, Háskólatorgi stofu 105.

Myndin Frumkraftur verður einnig sýnd kl. 14:00, áður en málþingið hefst en í myndinn heldur hann „síðasta fyrirlestur“ sinn sem hann lýsir sem „kristöllun lífs míns og hugsana, arfleið minni, það sem ég vil sagt hafa áður en ég dey.“ Myndin fléttar skotum af atburðum og stöðum í lífi Suzuki saman við fyrirlesturinn og skapar þannig einskonar ævisögu hugmyndanna, sögu sem á rætur í helstu félagslegu, vísindalegu og menningarlegu viðburðum síðustu 70 ára. Handritshöfundur og einn framleiðanda er Sturla Gunnarsson.
Sjá nánar um mynd David Suzuki Frumkraft/Forces of Nature hér.

Ljósmynd: Úr myndinni Frumkraftur.

Birt:
1. október 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Dr. David Suzuki og afl náttúrunnar“, Náttúran.is: 1. október 2011 URL: http://nature.is/d/2011/09/26/dr-d/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. september 2011
breytt: 1. október 2011

Skilaboð: