Umhverfismyndir á RIFF
Mikil gróska er í gerð kvikmynda sem fjalla um náttúru- og umhverfismál með einum eða öðrum hætti. Fjórða árið í röð veitir RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, þessum myndum sérstaka athygli í flokki mynda sem kallast Nýr heimur og veitir verðlaun fyrir bestu kvikmyndina að mati dómnefndar.
Smellið á myndirnar hér að neðan til að fá nánari upplýsingar um sýningarstaði og tíma:
- Eco Pirate: The Story of Paul Watson - Grænn sjóræningi: Saga
- Paul Watson. Leikstjóri: Trish Dolman
- Force of Nature - The David Suzuki Movie - Frumkraftur: Myndin um David Suzuki. Leikstjóri: Sturla Gunnarsson
- Submission - Underkastelsen - Auðsveipni. Leikstjóri: Stefan Jarl
- The National Parks Project - Þjóðgarðaverkefnið
- The Pipe - Lögnin. Leikstjóri: Risteard Ó Domhnaill
- There Once Was an Island - Eitt sinn var eyja. Leikstjóri: Briar March
- Tipping Point - Vendipunktur. Leikstjórar: Niobe Thompson og Tom Radford
- Urban Roots - Borgarrætur. Leikstjóri: Mark Macinnis
Ljósmynd: Sena úr Borgarrótum- Urban Roots.
Birt:
26. september 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfismyndir á RIFF“, Náttúran.is: 26. september 2011 URL: http://nature.is/d/2011/09/26/umhverfismyndir-riff/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.