Landvernd hefur sent iðnaðarráðherra bréf þar sem samtökin hvetja ráðherra til að gefa Orkustofnun fyrirmæli um áframhaldandi bann við útgáfu rannsóknaleyfa vegna mögulegra vatnsafls- og jarðvarmavirkjana. Fyrirmæli um slíkt bann voru gefin út í júlí 2011, en þau gilda þangað til tillaga til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landssvæða hefur verið afgreidd á Alþingi, en þó ekki lengur en til 1. febrúar 2012.

Landvernd telur afar mikilvægt að umrædd þingályktunartillaga verði lögð fyrir Alþingi og samþykkt áður en Orkustofnun fær heimild til að gefa út rannsóknaleyfi að nýju. Fái stofnunin slíka heimild á morgun skapast hætta á að ráðist verði í rannsóknir með tilheyrandi raski á svæðum með mikið verndargildi.

Ljósmynd: Grændalur, Landvernd.

Birt:
31. janúar 2012
Höfundur:
Landvernd
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Iðnaðarráðherra banni áfram útgáfu rannsóknaleyfa“, Náttúran.is: 31. janúar 2012 URL: http://nature.is/d/2012/01/31/idnadarradherra-banni-afram-utgafu-rannsoknaleyfa/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: