Margrit Kennedy fundar með aðgerðasinnum í kvöld
Í kvöld, sunnudagskvöldið 18. september kl 20:00 mun Margrit Kennedy hitta áhugasama aðgerðasinna sem hafa hug á að ná fram róttækum breytingum á fjármálakerfinu. Margrit Kennedy er vikulangt hér á landi en hún hélt fyrirlestur um fjármálakerfið, kæfandi áhrif veldisvaxtar og lausnir í formi nýrra gjaldmiðla í Háskólabíó þ. 16. september (sjá grein) og í framhaldi af honum frekari fyrirlestra innan Háskóla Íslands.
Á fundinum nú í kvöld, sunnudagsvöldið 18. september mun verða einblínt á praktísk atriði, mögulegar aðgerðir og næstu skref til þess að koma á raunverulegum umbótum á fjármálakerfinu hér á landi.
Fundurinn verður í Brautarholti 4 og eru allir sem hafa áhuga á að leggja sitt að mörkum til þess að breyta fjármálakerfinu hvattir til þess að mæta.
Nánari upplýsingar um Margrit Kennedy er að finna á http://www.margritkennedy.de/ og http://www.monneta.org/.
Ljósmynd: Frá fyrirlestri Margrit Kennedy í Miðju Háskólabíós þ. 16.09.2011. Ljósm: Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Margrit Kennedy fundar með aðgerðasinnum í kvöld“, Náttúran.is: 18. september 2011 URL: http://nature.is/d/2011/09/18/margrit-kennedy-fundar-med-adgerdasinnum-i-kvold/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.