Nýr framkvæmdastjóri Landverndar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landverndar.
Hann hefur undanfarin þrjú ár starfað að umhverfisrannsóknum á Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands. Þar á undan starfaði hann við vistfræðirannsóknir og að alþjóðamálum hjá Landgræðslu ríkisins. Guðmundur Ingi hefur verið stundakennari í umhverfis- og vistfræði við HÍ síðastliðin fimm ár, auk þess að sinna afleysingum sem umsjónarmaður námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræðum í hálft ár árið 2010. Guðmundur Ingi er með masterspróf í umhverfisfræðum frá Yale háskóla í Bandaríkjunum og BS próf í líffræði frá Háskóla Íslands.
Ljósmynd: Guðmundur Ingi Guðbrandsson nýráðinn framkvæmdastjóri Landverndar.
Birt:
14. september 2011
Tilvitnun:
Guðmundur Hörður Guðmundsson „Nýr framkvæmdastjóri Landverndar“, Náttúran.is: 14. september 2011 URL: http://nature.is/d/2011/09/14/nyr-framkvaemdastjori-landverndar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.