Jóga að hefjast hjá Kristbjörgu
Kristbjörg Kristmundsdóttir blómadropaþerapisti og jógakennari með meiru er að fara af stað með jóganámskeið vetrarins.
Jóga frá og með 19. september:
Jógatímarnir vinsælu eru haldnir í Gerðubergi á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17:15 til 18:30 og hefjast þ. 19. september.
6 vikna Yamajóga námskeið frá 21. til 26. september:
Yama jóga námskeið er haldið í Gerðubergi á miðvikudögum frá kl 18:45 til 21.00 og hefst 21. þ. september. Þetta er ekki jóga á dýnu heldur sjálfsvinnuprógram þ.e.a.s. við erum að skoða okkur sjálf í samskiptum okkar við aðra og okkur sjálf. Kristbjörg fer djúpt í yömurnar og 12 spora kerfið ásamt fleiru. Þetta er grunnnámskeið en í framhaldinu verða síðan haldin Niyama- og Bhakti jóga námskeið. Í yama jóga er gert ráð fyrir að nemandinn vinni fjölbreytt heimaverkefni ásamt því að anda og hugleiða eftir ákveðinni tækni sem Kristbjörg mun kenna á námskeiðinu. Þetta námskeið hefur hjálpað mörgum að taka til í lífi sínu og bæta andlegu líðan sína. Margir öðlast frelsi frá ýmsu sem þjakaði þau áður.
Umbreyting og Orka í Bláfjöllum 7. - 9. október:
Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja kafa djúpt í gegnum líkamann sinn, við gerum mikið jóga, dönsum, hugleiðum, vinnum tifinningavinnu, slökum, nærum okkur og skoðum samhengi lífsins á þessu námskeiði.
Kristbjörg óskar þess að haustið blessi ykkur með sínum fallegu gjöfum og að þið blómstrið sem aldrei fyrr.
Skráning og nánari upplýsingar hjá kristbjorg@kristbjorg.com.
Ljósmynd: Kristbjörg að kynna blómadropana sína, ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jóga að hefjast hjá Kristbjörgu“, Náttúran.is: 14. september 2011 URL: http://nature.is/d/2011/09/14/joga-ad-hefjast-hja-kristbjorgu/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.