Málstofa um miðhálendi Íslands
Skipulagsstofnun heldur málstofu um miðhálendi Íslands fimmtudaginn 29. mars 2012 kl. 13.00 til 16.00 á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík. Málstofan er hluti af vinnu við mótun landsskipulagsstefnu og dagskráin er eftirfarandi:
- Ferðamennska á miðhálendi Íslands.
- Hlutverk umhverfismats.
- Áætlanir ríkisins á landsvísu, hvað eru þær að segja um miðhálendið?
- Aðalskipulagsáætlanir sveitarfélaganna og miðhálendið.
- Kynning og umræður um tillögur að stefnumörkun um miðhálendið.
Fundurinn er opinn og öllum er heimil þátttaka en tilkynningar um þátttöku sendist á netfangið landsskipulag@skipulagsstofnun.is í seinasta lagi 28. mars.
Ljósmynd: Hálendið, á Kili, Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
21. mars 2012
Tilvitnun:
Skipulagsstofnun „Málstofa um miðhálendi Íslands“, Náttúran.is: 21. mars 2012 URL: http://nature.is/d/2012/03/21/malstofa-um-midhalendi-islands/ [Skoðað:30. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.