Verið velkomin í jólaskóga skógræktarfélaganna
Árlega kaupa íslendingar um 40.000 jólatré, flest þeirra eru innflutt eða um 75% hin 25% eru framleidd hér á landi. Umhverfisáhrif innfluttra trjáa er mun meiri en þeirra sem vaxa hér á landi. Bæði er að við ræktun þeirra eru notuð varnarefni þ.e. illgresislyf og skordýraeitur og auk þess þarf að flytja þau um langan veg með skipum sem brenna olíu. Allt þetta skilur eftir spor í vistkerfi jarðar.
Íslensk jólatré eru ekki aðeins umhverfisvænni kostur heldur skapa þau störf í heimabyggð og styrkja starfsemi skógræktarfélaganna um allt land en þau selja jólatré núna fyrir jólin. Þau félög sem verða með jólatrjáasölu helgina 8. - 9. desember eru:
- Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum í Grímsnesi, báða dagana kl. 10-16.
- Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu á Laugalandi á Þelamörk báða dagana, kl. 11-5.
- Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Selinu, bækistöðvum félagsins og Þallar, við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Opið báða dagana kl. 10-18.
- Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg og opnar hún laugardaginn 8. desember. Opið til 23. desember, kl. 10-16 um helgar og kl. 12-16 virka daga.
- Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni, opið báða dagana kl. 11-17. Jólaskógurinn í Grýludal á Heiðmörk opnar svo þann 8. desember og verður opinn báða dagana kl. 11-16.
- Skógræktarfélag Siglufjarðar er með jólatrjáasölu í skógræktinni í Skarðsdal báða dagana kl. 13-15 (ef snjólalög leyfa).
- Skógræktarfélag Skilmannahrepps er með jólatrjáasölu í skógræktarsvæði félagsins við Furuhlíð. Opið báða dagana á meðan bjart er (ca. 11-15).
- Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði báða dagana kl. 10:30-15.
Ljósmynd: Rauðgreni, af vef Skógræktarfélags Íslands. Sjá einnig myndir af öðrum jólatrjástegundum sem í boði eru á skog.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Verið velkomin í jólaskóga skógræktarfélaganna“, Náttúran.is: 6. desember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/12/06/verid-velkomin-i-jolaskoga-skograektarfelaganna/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. desember 2012