Kristín Vala Ragnarsdóttir kosin varaforseti Balaton hópsins
Kristin Vala Ragnarsdottir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, hefur verið kjörin varaformaður The Balaton Group, sérfræðingahóps um sjálfbærni.
Balaton hópurinn hefur hist árlega síðan 1982 til að ræða efni sem tengjast sjálfbærni, en hópurinn hélt m.a. vinnuviku hér á landi í september 2010 og þar af voru tveir ráðstefnudagar opnar almenningi. Þar velti hópurinn fyrir sér spurningunni – eru til aðrar leiðir en að mæla velgengni þjóða en með vergum hagvexti og ef já hverjar eru þá áskoranirnar, tækifærin og aðferðirnar? Ráðstefnan var unnin innan ramma niðurstaðna skýrslu sem Prófessor Tim Jackson skrifaði árið 2009 fyrir Sjálbærniframkvæmdastjórn Bretlands (UK Sustainability Commission) undir heitinu Velgengi án Hagvaxtar: Umbreytni í Sjálfbært Hagkerfi (Prosperity Without Growth: Transition to a Sustainable Economy). Þar setur Jackson fram 12 skrefa líkan fyrir velgengi þjóða innan ramma vistkerfa jarðarinnar.
Balaton hópurinn var stofnaður af Donellu Meadows og Dennis Meadows sem skrifuðu Takmörk hagvaxtar (Limits to Growth) fyrir Rómarhópinn (Club of Rome) 1972. Þátttakendur á ráðstefnunni eru m.a. frá stofnunum sameinuðu þjóðanna, fyrrverandi efnahagsráðgjafar forseta Bandaríkjanna, Umboðamaður komandi kynslóða í Ungverjalandi, prófessorar og sérfræðingar frá ýmsum frjálsum félagasamtökum.
Náttúran óskar Kristínu Völu til hamingju með varaforsetaembættið.
Sjá nánar um Balaton hópinn hér balatongroup.org.
Ljósmynd: Kristín Vala Ragnarsdóttir, ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kristín Vala Ragnarsdóttir kosin varaforseti Balaton hópsins“, Náttúran.is: 30. janúar 2012 URL: http://nature.is/d/2012/01/30/kristin-vala-ragnarsdottir-kosin-varaforseti-balat/ [Skoðað:30. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.