Hráfæðinámskeið Sollu hafa fyrir löngu skipað fyrsta sæti á sviði fræðslu um hráfæði og er það reyndar raunin víðar en á Íslandi því Solla er heimsfræg í hráfæðibransanum.

Hráfæðinámskeið Sollu eru frábær námskeið fyrir byrjendur í hráfæði. Á þessu námskeiði kennir Solla ykkur matreiðsluaðferðina á bak við hráfæðið og að taka hráfæðið meira inn í matseðilinn, útbúa einfalda, fljótlega, holla og bragðgóða hráfæðirétti, ásamt girnilegum eftirréttum.

Athugið að allir þessir réttir passa vel með kjöti, fiski og venjulegum grænmetismat - en standa líka einir og sér sem hin fullkomna hráfæðismáltíð. Margir eru sammála um að hráfæði sé mataræðið sem haldi þér í kjörþyngd áreynslulausast. Formið á námskeiðinu er sýnikennsla og fræðsla.

Á þessu námskeiði er eingöngu notast við algeng eldhús áhöld s.s. matvinnsluvél og blandara við matseldina en önnur töfratæki verða einnig kynnt.

Námskeiðin fara fram á Veitingastaðnum Gló dagana 16. ágúst, 6. september og 13. september kl. 17:00 og standa í einn og hálfan tíma.
Uppskriftir og uppskriftabók fylgja, ásamt fullri máltíð en námskeiðið kostar kr. 5.990.

Skráning á event.glo.is.

Ljósmynd: Solla með húfu.

Birt:
16. ágúst 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hráfæðinámskeið Sollu “, Náttúran.is: 16. ágúst 2011 URL: http://nature.is/d/2011/08/15/hrafaedinamskeid-sollu/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 15. ágúst 2011

Skilaboð: