Í matvörudeildinni finnur þú allar mat og drykkjarvörur eða allt vöruúrval Náttúrumarkaðarins sem er ætlað til manneldis. Hér í deildinni leitumst við við að setja fram sem nákvæmastar upplýsingar og birta innihalds, framleiðslu- og vottunarupplýsingar á sem nákvæmastan hátt. Regla er að allar upplýsingar sem er að finna á umbúðunum séu hér vel læsilegar. Það á við bæði um samsetningu framleiðslunnar sem og rotvarnarefni og önnur aukaefni s.s. bragðaukandi efni, skildu þau vera fyrir hendi í vörunni. E-númer eru oft notuð til að auðkenna aukaefni og er tilgangurinn bæði að einfalda innihaldslýsingar og að auðvelda fólki að varast tiltekin efni, svo sem vegna ofnæmisáhrifa (óþols). Þú getur fræðst um E-efnin hér t.h. á síðunni. Ekki er ennþá skylda til að merkja erfðabreyttar vörur hér á landi en leitast er eftir fremsta megni við að hafa slíkar vörur ekki á boðstólum hér á Náttúrumarkaði.

Matvælastofnun er ábyrg fyrir eftirliti með matvörum sem seldar eru hér á landi. Staðhæfingar á umbúðum hlýta reglum Umhverfisstofnunar og þar sem við á einnig reglum Lyfjastofnunar.

Grafík: Tákn matvörudeildar Náttúrumarkaðarins, hönnun: Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran er ehf.

Birt:
10. febrúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Matvörur á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 10. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2007/11/02/matvrur-nttrumarkai/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 2. nóvember 2007
breytt: 28. mars 2014

Skilaboð: