Lífrænt lambakjöt frá Brekkulæk
Að Brekkulæk í Miðfirði er stunduð lífræn sauðfjárrætkt en kjötið er vottað af vottunarstofunni TÚN ehf. Athygli skal vakin á því að panta þarf snemma fyrir páskana! Sagað verður mánudagana 3. og 10. mars, óvíst er með 17. mars.
Kjötið er selt í heilum skrokkum, frosið og sagað að óskum kaupanda. Hver skrokkur er frá 13-20 kg. Sent er frá Hvammstanga með Landflutningum til Reykjavíkur eða annara áfangastaða og borgar kaupandi sjálfur flutninginn við móttöku.
Þeir sem áhuga hafa á að panta lífrænt kjöt frá Brekkulæk fyrir páska, þyrftu að drífa í því að hafa samband við Friðrik eða Henrike. Netpóstur er: rik@simnet.is og síminn á bænum er: 451 2977.
Sjá hér á Grænum síðum þá íslensku aðila sem hafa lífræna vottun frá Túni.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífrænt lambakjöt frá Brekkulæk“, Náttúran.is: 4. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/04/lifraent-lambakjot-fra-brekkulaek/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.