Sýnileiki Náttúran.is á öðrum miðlum
Náttúran.is byggir hugmyndafræði sína á samstarfi við alla sem eitthvað hafa fram að færi á sviði náttúru og umhverfis.
Náttúran.is vill auka sýnileika annarra en til þess að það geti orðið treystum við á að samvinnuviljinn sé fyrir hendi í báðar áttir. Sýnileiki og vöxtur Náttúran.is er grundvallaratriði svo vefurinn geti sinnt því ábyrgðarfulla hlutverki að gefa yfirsýn á stöðu umhverfistengdra mála á Íslandi.
Við, sem höfum árum saman unnið að því að skapa þennan yfirgripsmikla vettvang sem vefurinn er orðinn, viljum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra starfsmanna á öðrum miðlum sem fjallað hafa um starfsemi okkar. Við hlökkum til þess að mega efla vistvæna framtíð Íslands enn frekar í samvinnu við ykkur.
Sjá lista yfir umfjallanir, útvarpsþætti, greinar og viðtöl um Náttúran.is á öðrum miðlum.
Grafík: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Natturan.is
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sýnileiki Náttúran.is á öðrum miðlum“, Náttúran.is: 25. október 2013 URL: http://nature.is/d/2008/07/14/synileiki-natturan/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 14. júlí 2008
breytt: 25. október 2013