Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, situr nú ásamt rúmlega hundrað samráðherrum sínum á sviði umhverfismála frá öllum heimshornum árlegan ráðherrafund Umhverfisstofnunar S.Þ. (UNEP), sem hófst í Mónakó í gær.

Í Mónakó verður sérstaklega rætt um fjármögnun aðgerða í loftslagsmálum og hvernig beina megi fjárfestingum, m.a. í orkugeiranum, í þá veru að loftslag verði fyrir sem minnstum skaða. Er þetta umfjöllunarefni í samræmi við þá ákvörðun ríkja heimsins á fundi þeirra á Balí í desember síðast liðnum að hefja nýjar víðtækar samningaviðræður um hvernig ná megi samkomulagi sem brúi bilið á milli þróaðra ríkja og þróunarríkja í þessum efnum, og þeirra ríkja sem hafa annars vegar staðið innan Kýótó-bókunarinnar og hins vegar fyrir utan.

Ráðherrarnir munu einnig ræða efnamengun, m.a. af völdum kvikasilfurs, en UNEP hefur unnið að gerð alþjóðlegs samkomulags um að takmarka losun þess.

Birt:
21. febrúar 2008
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Umhverfisráðherra á fundi um fjármögnun aðgerða í lofslagsmálum“, Náttúran.is: 21. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/20/umhverfisraoherra-fundi-um-fjarmognun-aogeroa-i-lo/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. febrúar 2008

Skilaboð: